Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mán 20. nóvember 2023 17:59
Brynjar Ingi Erluson
Benfica ætlar ekki að hlusta á tilboð í Joao Neves
Mynd: Getty Images
Portúgalska félagið Benfica hefur engan áhuga á því að selja Joao Neves, leikmann liðsins, en Manchester United hefur sýnt honum mikinn áhuga undanfarna mánuði. Þetta segir Fabrizio Romano.

Neves er aðeins 19 ára gamall og talinn með efnilegustu miðjumönnum heims.

Hann kom inn af bekknum í 2-0 sigri Portúgals á Íslandi í gær en það var aðeins þriðji landsleikur hans.

Manchester United hefur nokkrum sinnum sent njósnara til Portúgals til að skoða Neves betur, en Benfica mun þó ekki hlusta á tilboð í leikmanninn.

Riftunarákvæði Neves er það sama og Enzo Fernandez var með eða í kringum 120 milljónir evra, sem er einmitt svipað verð og Chelsea greiddi fyrir hann í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner