Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   mán 20. nóvember 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Katrín Ásta skiptir alfarið í Fram (Staðfest)
watermark
Mynd: Fram
Katrín Ásta Eyþórsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fram, en hún kemur til félagsins frá FH.

Katrín er 18 ára gömul og uppalin í FH en hún lék með Frömurum á láni í Lengjudeildinni í sumar.

Samningur hennar við FH rann út 16. október síðastliðinn en hún hefur ákveðið að taka slaginn áfram með Fram.

Hún hefur nú skrifað undir tveggja ára samning við Framara.

Katrín er kraftmikill leikmaður sem getur leyst báðar bakvarðarstöðurnar en hún lék 15 leiki í Lengjudeildinni í sumar er liðið hafnaði í 7. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner