Kristian Nökkvi Hlynsson lék á dögunum sinn fyrsta A-landsleik er hann var í byrjunarliðinu í svekkjandi tapi gegn Slóvakíu.
Kristian er gríðarlega efnilegur leikmaður en hann hefur verið einn af björtu punktunum í ömurlegu liði Ajax á þessari leiktíð. Ajax er stærsta félagið í Hollandi og það segir sitt um hæfileika Kristians að hann sé að spila þar.
Ronald De Boer, fyrrum leikmaður Ajax, er gríðarlegur aðdáandi Kristians, en hann segir að hann minni sig á Christian Eriksen og Kevin de Bruyne.
„Hann er svipaður leikmaður og Eriksen og De Bruyne. Ég er ekki endilega að hann verði eins góður og þeir, en hann minnir mig á þá tvo," sagði De Boer.
„Ég sá De Bruyne spila einu sinni með Wolfsburg í Amsterdam og Kristian er með sömu eiginleika. Hann hefur alla burði til að vera frábær leikmaður. Það eru mjög fáir sem geta orðið eins góðir og De Bruyne, en ég sé mikið í Kristian."
Athugasemdir