Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   mán 20. nóvember 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Stuðningsfólk Síerra Leóne reyndi að ráðast á Salah
Mynd: EPA
Stuðningsfólk Síerra Leóne var greinilega afar óánægt með 2-0 tapið gegn Egyptalandi í undankeppni HM í gær og lýsti þeim vonbrigðum með því að æða inn á völlinn og reyna að meiða Mohamed Salah, besta leikmann Egypta.

Salah lagði upp annað mark Egypta í leiknum og er þjóðin nú í efsta sæti riðilsins með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina.

Þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum var reiði heimamanna orðin það mikil að nokkrir áhorfendur tóku sig til og gerðu atlögu að Salah, sem stóð á miðjum velli.

Markmiðið var greinilega ekki bara að meiða Salah því þeir slógu einnig til leikmanna Síerra Leóné og aðra leikmenn úr egypska liðinu.

Lögreglumenn og herlið Síerra Leóne fylgdu Salah af velli þegar búið var að flauta til leiksloka eins og sjá má í myndskeiðinu og á myndunum hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner