Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   mán 20. nóvember 2023 16:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U15 tapaði gegn Portúgal í öðrum leik sínum
watermark Fanney Lísa Jóhannesdóttir sýndi skemmtileg tilþrif í leiknum.
Fanney Lísa Jóhannesdóttir sýndi skemmtileg tilþrif í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U15 landslið kvenna tapaði í dag gegn Portúgal á UEFA Development Tournament.

Mótið fer fram á Portúgal en stelpurnar gerðu sterkt jafntefli gegn Spáni í fyrsta leik sínum á mótinu. Það var mikill markaleikur sem endaði með 3-3 jafntefli.

Portúgal tapaði 1-11 gegn Þýskalandi í fyrsta leik sínum, en tókst að gera mun betur í dag.

Þær portúgölsku unnu 2-0 sigur og er Ísland því með eitt stig eftir tvo leiki á mótinu.

Stelpurnar mæta Þýskalandi í lokaleik sínum á mótinu síðar í þessari viku.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner