Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fös 20. desember 2024 15:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur afar ólíklegt að næsti heimaleikur Víkinga verði á Íslandi
Víkingar fagna marki í Sambandsdeildinni.
Víkingar fagna marki í Sambandsdeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, telur nánast engar líkur á því að næsti heimaleikur liðsins verði á Íslandi.

Víkingar skrifuðu söguna og komust í umspilið um að komast í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar. Þar mæta þeir Panathinaikos, söguríku félagi frá Grikklandi.

Víkingar hafa fengið undanþágu til að spila heimaleiki sína í Sambandsdeildinni á Kópavogsvelli en Arnar telur ólíklegt að þeir fái áfram leyfi til að spila þar í næstu umferð.

Laugardalsvöllur verður þá líklega ekki klár fyrr en næsta sumar.

„Við þurfum að haga undirbúningi almennilega fyrir leikina gegn Panathinaikos og við þurfum fyrst að finna út úr því hvar heimaleikirnir verða. Það verður smá púsluspil. Við verðum að átta okkur á því hvar við getum spilað til að halda áfram góðum möguleikum á því að fara áfram," sagði Arnar.

„Ég tel nánast engar líkur á því að leikurinn verði á Kópavogsvelli. Ég held að UEFA sé orðið ansi þreytt á okkur," bætti þjálfari Víkinga við.

„Það verða að vera einhverjar pælingar á bak við það, hvort við förum á gervigras eða ekki. Við þurfum að velja aðstæður sem henta okkur. Þetta á að vera heimaleikurinn okkar."

Heimaleikur Víkinga á að vera 13. febrúar næstkomandi og svo útileikurinn viku síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner