Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   þri 21. janúar 2020 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristinn Ingi ekki áfram hjá Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Ingi Halldórsson verður ekki áfram hjá Val. Þetta staðfesti Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Samningur Kristins við Val rann út eftir leiktíðina 2019 og fékk hann ekki nýjan samning hjá félaginu.

Kristinn Ingi er þrítugur kantmaður sem einnig getur leikið sem framherji. Kristinn er uppalinn hjá Aftureldingu en skipti yfir í Fram í 2. flokki. Hann lék með Fram í meistaraflokki allt til ársins 2014 ef frá er talið eitt tímabil með Hamri í 2. deildinni árið 2009. Árið 2014 gekk hann svo í raðir Vals.

Hjá Val varð Kristinn tvisvar sinnum bikarmeistari og tvisvar sinnum Íslandsmeistari. Hann varð einnig bikarmeistari með Fram.

Alls hefur Kristinn leikið 175 leiki í efstu deild og skorað í þeim 33 mörk. Átján leiki lék hann með Hamri og skoraði þar sjö mörk og þá hefur hann skorað þrjú mörk í tuttugu bikarleikjum og eitt mark í átta Evrópuleikjum. Kristinn spilaði á sínum tíma þrjá U19 ára landsleiki og þrjá U17 ára landsleiki.
Athugasemdir
banner
banner