Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 21. janúar 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leeds gefst ekki upp á Aaronson - Henda 20 milljónum á borðið
Mynd: EPA
Leeds hefur mikinn áhuga á að fá bandaríska landsliðsmanninn Brenden Aaronson frá RB Salzburg.

Leeds bauð fimmtán milljónir punda í kappanna á dögunum en Salzburg neitaði því tilboði.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur Leeds hækkað tilboð sitt upp í 20 milljónir punda.

Brenden er 21 árs gamall sóknarsinnaður miðjumaður og gekk í raðir Salzburg frá Philadelphia Union á síðasta ári. Í 36 deilarleikjum hefur hann skorað sex mörk.

Hann á að baki fimmtán A-landsleiki og hefur skorað fimm mörk í þeim.
Athugasemdir
banner
banner