Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. janúar 2022 17:34
Victor Pálsson
Myndband: Stórfurðulegt gult spjald Kroos í gær
Mynd: EPA
Toni Kroos, leikmaður Real Madrid, fékk furðulegt gult spjald í gær er liðið spilaði við Elche í spænska Konungsbikarnum.

Þjóðverjinn fékk að líta gult spjald á 78. mínútu leiksins er staðan var enn markalaus.

Real tryggði sér áfram í framlengingu en Eden Hazard sá um að skora sigurmark liðsins á 115. mínútu.

Kroos fékk gult spjald fyrir brot í fyrri hálfleiknum en hann snerti þá ekki andstæðing heimaliðsins.

Dómarinn var handviss um að Kroos hefði brotið á leikmanni Elche en eins og má sjá hér fyrir neðan var hann ekki nálægt því.


Athugasemdir
banner
banner