Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 21. janúar 2022 21:00
Victor Pálsson
Raggi Sig velur fimm bestu landsleiki ferilsins
Icelandair
Raggi með hjólhest í leik gegn Englandi á EM.
Raggi með hjólhest í leik gegn Englandi á EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og lesendur hafa flestir tekið eftir í dag þá er Ragnar Sigurðsson hættur í fótbolta og hefur sett knattspyrnuskóna í hilluna frægu.

Sjá einnig:
Svekkjandi að allt sé til staðar nema hausinn

Raggi er einn besti varnarmaður í sögu íslenska landsliðsins og átti að sama skapi mjög farsælan feril sem atvinnumaður.

Ferillinn hófst hér heima með Fylki og fór Raggi svo í atvinnumennsku 2007 áður en hann sneri heim aðeins í fyrra.

Raggi lék með liðum á borð við FC Kaupmannahöfn, Krasnodar, Fulham og Rostov á sínum ferli en hóf atvinnumannaferilinn með Gautaborg í Svíþjóð.

Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag þá fór Raggi yfir fimm bestu landsleiki ferilsins en þeir voru þónokkrir enda spilaði hann tæplega 100 leiki fyrir Íslands hönd eða 97 talsins.

Raggi var hluti af íslenska landsliðinu á bæði EM 2016 og HM 2018 og spilaði í leiknum fræga gegn Englandi á EM 2016 þar sem Ísland komst áfram í 16-liða úrslitum keppninnar.

Hér má sjá þá landsleiki sem urðu fyrir valinu og það sem Raggi hafði að segja um hvern leik fyrir sig.

5. Holland 0 - 1 Ísland í undankeppni EM árið 2015

„Þeir fengu ekki færi. Að spila úti á móti Hollandi á móti nöfnum eins og Wesley Sneijder og fleirum, það var stórt móment á mínum ferli."

4. Ísland 1 - 1 Spánn í undankeppni EM árið 2007

„Vegna þess hvað ég var ungur og hvað við vorum þannig séð með lélegt lið árið 2007."

3. Tyrkland 0 - 3 Ísland í undankeppni HM árið 2017

„Það var gaman að vinna Tyrkina sannfærandi heima en að vinna þá 0-3 á útivelli er svakalegt."

2. Ísland 1 - 0 Króatía í undankeppni HM árið 2017

„Vegna þess hvað þessi leikur þýddi mikið fyrir mig að vinna Króatíu loksins og ná í clean sheet."

1. Ísland 2 - 1 England í lokakeppni EM árið 2016

„Þó svo ég sé ekkert viss um að Englandsleikurinn hafi verið mín besta frammistaða varnarlega þá verður maður að setja hann númer eitt í ljósi þess hvað hann þýddi fyrir íslenskan fótbolta og bara fyrir okkur öll. Ég er að flækja þetta svona því ég trúi því að ef maður er varnarmaður þá á maður að spila góða vörn. Ef varnarmaður á að gera hluti fram á við þá er það algjör plús en það er alltof mikið pælt í því hvað varnarmenn gera með fótboltann í dag."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner