Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. janúar 2023 16:37
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Crystal Palace og Newcastle: Bruno klár en Olise á bekknum
Meiddist í síðasta leik en er klár.
Meiddist í síðasta leik en er klár.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er viðureign Crystal Palace og Newcastle United í London.


Gestirnir eru í fjórða sæti deildarinnar sem stendur en liðið hreinlega neitar að fá á sig mark.

Newcastle hefur fengið á sig fæstu mörkin allra liða í deildinni eða einungis ellefu stykki í nítján leikjum.

Crystal Palace er í tólfta sæti deildarinnar en liðið náði að bjarga stigi gegn Manchester United í uppbótartíma í miðri viku.

Patrick Vieira, stjóri Palace, gerir fjórar breytingar á liði sínu frá leiknum gegn Man Utd.

Joel Ward, Eberechi Eze, Jeffrey Schlupp og Jordan Ayew koma inn fyrir Olise, Nathaniel Clyne, Will Hughes og Jean-Philippe Mateta.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, gerir enga breytingu á sínu liði frá sigurleiknum gegn Fulham. Bruno Guimaraes er klár í slaginn en hann meiddist í síðasta leik.

Crystal Palace: Guaita; Ward, Richards, Guehi, Mitchell; Doucoure, Schlupp; Ayew, Eze, Zaha, Edouard.
(Varamenn: Johnstone, Milivojevic, Olise, Mateta, Clyne, Hughes, Riedewal, Morrison, Ozo.)

Newcastle: Pope; Trippier, Schar, Botman, Burn; Longstaff, Willock, Guimaraes; Joelinton, Almiron, Wilson.
(Varamenn: Dubravka, Lascelles, Saint-Maximin, Ritchie, Lewis, Isak, Manquillo, Murphy, Anderson.)


Athugasemdir
banner
banner
banner