Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 21. janúar 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sex félög á eftir Jack Grealish
Grealish í góðum gír.
Grealish í góðum gír.
Mynd: Getty Images
Jack Grealish er ekki í neinu lykilhlutverki hjá Manchester City og er mögulega á förum frá félaginu áður en janúarglugginn lokar.

Samkvæmt breska götublaðinu The Sun eru sex félög að fylgjast með stöðu mála hjá honum.

Þar á meðal eru nágrannar Manchester City í Manchester United. Það er spurning hvort City myndi leyfa honum að fara til United en það er áhugi.

Hans fyrrum félag, Aston Villa, hefur líka áhuga og þá eru Newcastle og Tottenham nefnd til sögunnar ásamt Borussia Dortmund í Þýskalandi og Inter á Ítalíu.

Grealish var keyptur til Man City frá Villa fyrir 100 milljónir punda og hefur ekki staðist væntingar hjá City að mestu leyti.
Athugasemdir
banner
banner
banner