Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 21. janúar 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Styttist í þann næsta inn um dyrnar hjá Englandsmeisturunum
Omar Marmoush.
Omar Marmoush.
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur gengið frá kaupum á miðvörðunum Vitor Reis og Abdukodir Khusanov síðustu daga.

Nú styttist í næsta leikmann inn um dyrnar en Omar Marmoush er í læknisskoðun hjá Englandsmeisturunum í dag, þriðjudag.

Hann mun skrifa undir samning til 2030 við Man City en kaupverðið kemur til með að vera um 80 milljónir evra.

Þessi 25 ára gamli Egypti hefur farið hamförum í þýsku úrvalsdeildinnideildinni á þessari leiktíð en hann hefur skorað 15 mörk og lagt upp níu í 17 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner