Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   sun 21. febrúar 2021 11:24
Aksentije Milisic
Smit hjá Man Utd - Þjálfarar í teyminu í sóttkví
Þær fréttir voru að berast að Covid-19 smit hafi greinst í herbúðum Manchester United en þessar fregnir koma einungis nokkrum klukkustundum fyrir leik liðsins gegn Newcastle United.

Sagt er að þrír þjálfarar í teymi Ole Gunnar Solskjær, hafi greinst með kórónuveiruna og því eru þeir komnir í sóttkví. Þessi þjálfarar ferðuðust ekki með liðinu í leikinn gegn Real Sociedad í miðri síðustu viku.

Í fyrstu var talið er æfingasvæðinu hafi verið lokað og það tekið í gegn með þrifum. En nú er sagt að það sé opið fyrir leikmönnum og öðrum sem taka þátt í leiknum í kvöld.

Leikurinn er áfram á dagskrá og talið er að hann muni fara fram þrátt fyrir þetta.

Athugasemdir