Heimild: Fotbollskanalen.se
Elfsborg er sagt vera í viðræðum við Chelsea en sænska félagið er í leit að markverði eftir að Hákon Rafn Valdimarsson gekk til liðs við Brentford í janúar.
Þá fór varamarkvörðurinn Tim Rönning til Halmstad. Isak Pettersson er genginn til liðs við félagið en sænskir fjölmiðlar greina frá því að Lucas Bergström markvörður Chelsea sé einnig á óskalista félagsins.
Bergström er finnskur en hann var á láni hjá Peterborough á síðustu leiktíð þar sem hann lék 21 leik í þriðju efstu deild á Englandi.
Hann gekk ti lliðs við Chelsea frá finnska liðinu TPS í janúar 2019 en hann hefur ekki spilað leik fyrir aðallið Lundúnarliðsins.
Athugasemdir