Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 21. febrúar 2024 17:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Fotbollskanalen.se 
Elfsborg gæti leitað til Chelsea til að fylla skarðið sem Hákon skildi eftir
Hákon Rafn Valdimarsson er genginn til liðs við Brentford
Hákon Rafn Valdimarsson er genginn til liðs við Brentford
Mynd: Brentford

Elfsborg er sagt vera í viðræðum við Chelsea en sænska félagið er í leit að markverði eftir að Hákon Rafn Valdimarsson gekk til liðs við Brentford í janúar.


Þá fór varamarkvörðurinn Tim Rönning til Halmstad. Isak Pettersson er genginn til liðs við félagið en sænskir fjölmiðlar greina frá því að Lucas Bergström markvörður Chelsea sé einnig á óskalista félagsins.

Bergström er finnskur en hann var á láni hjá Peterborough á síðustu leiktíð þar sem hann lék 21 leik í þriðju efstu deild á Englandi.

Hann gekk ti lliðs við Chelsea frá finnska liðinu TPS í janúar 2019 en hann hefur ekki spilað leik fyrir aðallið Lundúnarliðsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner