Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 21. febrúar 2024 22:03
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Geggjað mark Galeno tryggði Porto sigur á Arsenal - Napoli og Barcelona skildu jöfn
Arsenal tapaði í Portúgal
Arsenal tapaði í Portúgal
Mynd: Getty Images
Victor Osimhen skoraði mikilvægt mark fyrir Napoli
Victor Osimhen skoraði mikilvægt mark fyrir Napoli
Mynd: Getty Images
Portúgalska liðið Porto tókst að vinna Arsenal. 1-0, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Estadio Do Dragao-leikvanginum í Porto í kvöld. Napoli og Barcelona skildu einnig jöfn, 1-1, í Napolí.

Arsenal hefur verið í ham síðan nýtt ár gekk í garð en liðið hafði gert 21 deildarmark í aðeins fimm leikjum.

Mikið flæði var á spilamennsku liðsins og margir leikmenn að dreifa mörkunum, en Porto tókst að stöðva flæðið í kvöld.

Gestirnir fengu að halda mikið í boltann en áttu í erfiðleikum með að finna lykilinn til að opna vörn Porto. Leikurinn var taktískur í alla staði og lítið um opnanir.

Arsenal átti ekki eitt skot á markið í leiknum á meðan Porto kom boltanum tisvar á markið og í síðara skiptið hafnaði hann í netinu en það gerðist seint í uppbótartíma. Galeno var með boltann fyrir utan teiginn og náði að skrúfa hann efst í fjærhornið. Ómögulegt fyrir David Raya að verja skotið.

Þetta reyndist sigurmark leiksins. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er eflaust áhyggjufullur með þessi úrslit. Tap og liðinu mistókst að skora, en þessi lið eigast aftur við þann 12. mars á Emirates.

Napoli og Arsenal gerðu þá 1-1 jafntefli á Diego Armando Maradona-leikvanginum í Napolí.

Heimamenn eru í smá niðursveiflu og voru að skipta um þjálfara. Sjálfstraustið lekur ekki af leikmönnum og sást það vel í fyrri hálfleik. Liðið ógnaði Börsungum lítið sem ekkert á meðan gestirnir sköpuðu sér nokkra fína sénsa.

Þegar klukkutími var búinn skoraði Robert Lewandowski eina mark Barcelona í leiknum eftir sendingu Pedri.

Napoli svaraði með marki frá Victor Osimhen aðeins fimmtán mínútum síðar. Franck Anguissa fann Osimhen, sem snéri baki í markið, en hann náði að snúa sér og setja boltann framhjá Marc-andre Ter Stegen í markinu.

Úrslit og markaskorarar:

Porto 1 - 0 Arsenal
1-0 Wenderson Galeno ('90 )

Napoli 1 - 1 Barcelona
0-1 Robert Lewandowski ('60 )
1-1 Victor Osimhen ('75 )
Athugasemdir
banner
banner
banner