Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 21. febrúar 2024 11:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Son tjáir sig um slagsmálin - „Hef gert mörg mistök"
Mynd: Getty Images

Heung-Min Son framherji suður-kóreska landsliðsins og Tottenham hefur tjáð sig um slagsmál sem brutust út milli hans og Kang-in Lee leikmanns PSG í Asíubikarnum fyrir undanúrslitaleikinn.


Putti Son fór úr lið eftir átökin en Kang-in er sagður hafa reynt að kýla fyrirliðann.

„Kang-in hefur beðið mig og liðsfélagana okkar afsökunnar. Ég hef einnig gert mörg mistök og sýnt af mér slæma hegðun þegar ég var ungur en í hvert sinn hef ég fengið góð ráð og lært af eldri leikmönnum sem ég trúi að hafi komið mér á þann stað sem ég er á í dag," sagði Son.

„Til að koma í veg fyrir að Kang-in endurtaki þetta munum við eldri leikmenn sýna honum mikinn stuðning til að hjálpa honum til að verða betri manneskja og leikmaður. Ég veit að ég höndlaði ekki þessar aðstæður vel og geri mér grein fyrir því að ég átti skilið gagnrýni. En sem fyrirliði trúi ég að mitt hlutverk er að taka á mig gagnrýni fyrir liðið."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner