
Heimir Hallgrímsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, var léttur að vanda þegar íslensk fjölmiðlamenn heimsóttu hótel landsliðsins í Slóveníu.
„Það er flott umgjörð hérna og flott hótel. Strákarnir að standa sig svo það er bara gleði. Það er enginn meiddur og það er skemmtilegt yfir þessu."
„Við rennum svolítið blint í sjóinn. Það er nýr þjálfari sem hefur kallað inn nýja leikmenn sem höfðu ekki spilað í undankeppninni," segir Heimir en Srecko Katanec er tekinn við liðinu. Í síðasta leik lét hann liðið spila með þriggja manna vörn en sú tilraun lukkaðist ekki vel.
Ég spurði Heimi út í lundabangsann sem er sérstakur farandsgripur fyrir siguvegara í spurningakeppni liðsins. Heimir á þó ekki heiðurinn af lundanum heldur annar eyjamaður, Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ.
„Þær eru kallaðar lundaspurningar hjá Ómari blaðafulltrúa. Það ætti hver og einn einstaklingur að eiga svona."
Viðtalið við Heimi má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir