Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. mars 2020 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pele: Ég er sá besti því allir eru bornir saman við mig
Mynd: Getty Images
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele telur sjálfan sig vera besta knattspyrnumann sögunnar.

Aðrir eru á sama máli en æ fleiri telja Lionel Messi og Cristiano Ronaldo þá bestu í sögunni.

„Í dag finnst mér Cristiano Ronaldo vera bestur í heimi, en það má auðvitað ekki gleyma Messi," sagði Pele samkvæmt A Bola.

„Besti knattspyrnumaður sögunnar? Það er erfitt að svara því. Það má ekki gleyma Zico, Ronaldinho og Ronaldo eða leikmönnum eins og Beckenbauer og Cruyff í Evrópu.

„Það er ekki mér að kenna að ég tel Pele vera bestan í sögunni. Hvers vegna? Því allir eru bornir saman við mig."


Messi er nálægt því að bæta markamet Pele sem skoraði 643 mörk fyrir Santos. Messi er kominn með 627 mörk fyrir Barcelona og því aðeins sautján mörkum frá metinu sem hefur staðið í næstum 50 ár.
Athugasemdir
banner
banner