Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 21. mars 2021 16:15
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Leicester og Man Utd: Fernandes og Shaw á bekkinn
Mynd: Getty Images
Leicester tekur á móti Manchester United í síðasta leik 8-liða úrslita enska bikarsins.

Brendan Rodgers mætir til leiks með sitt sterkasta byrjunarlið á meðan Ole Gunnar Solskjær gerir fimm breytingar á liðinu sem vann gegn AC Milan í vikunni.

Alex Telles kemur inn í byrjunarliðið í stað Luke Shaw og þá tekur Paul Pogba stöðu Bruno Fernandes á vellinum.

Nemanja Matic, Donny van de Beek og Anthony Martial koma einnig inn í liðið. Marcus Rashford er ekki með vegna meiðsla.

Það vekur einnig athygli að Dean Henderson heldur byrjunarliðssæti sínu á milli stanganna þó David de Gea sé kominn aftur.

Leicester: Schmeichel, Fofana, Evans, Soyuncu, Ndidi, Albrighton, Tielemans, Castagne, Perez, Iheanacho, Vardy
Varamenn: Ward, Daley-Campbell, Amartey, Fuchs, Thomas, Mendy, Choudhury, Praet, Leshabela

Man Utd: Henderson, Lindelof, Maguire, Wan-Bissaka, Telles, Matic, Fred, Van De Beek, Pogba, Martial, Greenwood
Varamenn: De Gea, Shaw, Tuanzebe, Williams, McTominay, Amad, Fernandes, James, Cavani
Athugasemdir
banner