Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. mars 2021 18:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Aron Elís skoraði - Deildin skiptist núna
Aron Elís Þrándarson. Hann skoraði og átti góðan leik fyrir OB.
Aron Elís Þrándarson. Hann skoraði og átti góðan leik fyrir OB.
Mynd: Getty Images
Hjörtur er að standa sig vel með Bröndby.
Hjörtur er að standa sig vel með Bröndby.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var heil umferð spiluð í deild þeirra bestu í Danmörku. Um var að ræða lokaumferðina áður en deildinni er tvískipt.

Aron Elís Þrándarson skoraði fyrir OB er liðið vann útisigur gegn AaB í Álaborg. Hann kom OB yfir með sínu fyrsta marki á tímabilinu í fyrri hálfleiknum og var hann mjög góður í leiknum.

Aron Elís spilaði allan leikinn á miðju OB í 2-0 sigri. Sveinn Aron Guðjohnsen, sem mun fara með U21 landsliðinu í riðlakeppni Evrópumótsins í vikunni, kom inn á sem varamaður undir lokin hjá OB sem er í áttunda sæti.

Jón Dagur, sem er fyrirliði U21 landsliðsins, var tekinn af velli á 81. mínútu er AGF gerði 1-1 jafntefli við Bröndby á útivelli. Hjörtur Hermannsson, sem er í A-landsliðinu spilaði allan leikinn fyrir Bröndby sem er á toppi deildarinnar. AGF er í þriðja sæti.

Hjörtur er búinn að vera vel í besta liði deildarinnar en hann er að renna út á samningi eftir tímabilið. Það er spurning hvað verður í þeim málum.

Mikael Neville Anderson, sem er í U21 landsliðinu, spilaði 67 mínútur á miðsvæðinu hjá Midtjylland í öruggum 5-0 sigri á Vejle. Midtjylland er í öðru sæti.

Þá voru Ágúst Hlynsson og Frederik Schram ónotaðir varamenn er Lyngby vann 2-1 útisigur á Horsens. Frederik og félagar í Lyngby er í næst neðsta sæti og Ágúst og félagar eru á botninum. Lyngby er fjórum stigum á eftir Vejle í tíunda sæti en Horsens er á botninum átta stigum frá Lyngby.

Nú verður deildinni skipt í tvennt. Sex efstu liðin munu mætast innbyrðis þar sem barist verður um meistaratitilinn og Evrópusæti. Sex neðstu liðin munu berjast fyrir lífi sínu í deildinni en eitt þeirra gæti mögulega komist bakdyramegin inn í Evrópukeppni. Liðin taka með sér stigin á næsta stig deildarinnar og er Bröndby með tveggja stiga forystu á Midtjylland á toppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner