Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. mars 2021 19:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fred eins og tólfti maður Leicester
Fred í leiknum í dag.
Fred í leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn Fred hefur oft spilað betur en hann gerði í dag gegn Leicester í átta-liða úrslitum enska bikarsins.

Fred átti ömurlega sendingu í fyrsta marki Leicester sem leiddi til þess að Kelechi Iheanacho skoraði. Hann náði svo ekki að loka á Youri Tielemans í öðru markinu.

Leikurinn endaði 3-1 fyrir Leicester og er United úr leik í enska bikarnum.

Það var mikið af fólki sem lýsti yfir undrun á því á samfélagsmiðlum að Fred hefði verið í 84 mínútur inn á vellinum, að Ole Gunnar Solskjær hafi ekki kippt honum af velli fyrr.

Staðarmiðillinn Manchester Evening News gefur Fred 1 í einkunn fyrir þennan leik. „Stundum horfir þú á Fred og dregur þá ályktun að hann geti ekki sent boltann, geti ekki tæklað og geti ekki skotið. Það var eins og hann væri tólfti maður Leicester," segir í umsögn um frammistöðu Brasilíumannsins.

Nemanja Matic átti ekki heldur góðan leik og hann fær bara 2 í einkunn. Hægt er að skoða einkunnagjöfina hérna.

Leicester vann verðskuldaðan sigur og mætir Southampton í undanúrslitum bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner