sun 21. mars 2021 17:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Moyes: Ég er gráðugur
David Moyes, stjóri West Ham, segist vera gráður, hann vilji fá enn meira.

Moyes horfði á sína menn glutra niður þriggja marka forystu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. West Ham gerði 3-3 jafntefli við Arsenal, en Hamrarnir hafa verið að eiga gott tímabil og sitja í fimmta sæti.

„Þetta var mjög góður leikur og mikið af mörkum. Við spiluðum mjög vel og þá sérstaklega á fyrstu 30 mínútunum. Því miður skoraði Arsenal fyrir hálfleik og það gaf þeim byr undir báða vængi," sagði Moyes.

„Þetta eru ekki góð úrslit eftir að hafa komist 3-0 yfir en við sýndum að við erum að keppa við bestu liðin."

„Það er langt síðan við enduðum fyrir ofan Arsenal. Við höfum gert okkar besta til að þeir nái okkur ekki. Núna viljum við meira, ég er gráðugur. Strákarnir eru mjög svekktir að hafa ekki tekið þrjú stig," sagði Moyes en West Ham er sjö stigum á undan Arsenal.
Athugasemdir