Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
Kjaftæðið - Gummi Tóta í KR?
Tveggja Turna Tal - Andri Freyr Hafsteinsson
Enski boltinn - Himnasending, Wirtz skoraði og þrjú efstu stinga af
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Útvarpsþátturinn - Kæfan 2025
Tveggja Turna Tal - Björn Daníel Sverrisson
Hugarburðarbolti GW 17 Þegar Trölli stal jólunum!
Kjaftæðið - Sérstakir gestir í jólaþætti
Enski boltinn - Slakt lið vann ömurlegt lið og Yoro horror show
Útvarpsþátturinn - Ólafur Ingi, fréttir úr Bestu og Davíð Snorri á línunni
Fótboltasjúkur á frábærum stað - „Hjólin fóru að snúast eftir þetta viðtal"
Kjaftæðið - Föstudagsgír og Tufa tekur við Varnamo
Kjaftæðið - Alvöru hiti í Pepsi Max studio-inu!
Hugarburðarbolti GW 16 Mr.Handsome
Enski boltinn - Hvað ertu eiginlega að tala um?
Uppbótartíminn - Ein sú besta kveður sviðið, kraftröðun og slúður
Útvarpsþátturinn - Óli Jó og er hægt að bæta Bestu?
Kolbeinn Þórðar: Algjört heillaskref og nánast fullkomið fyrir mig
Enski boltinn - Salah fór í viðtal og ótrúleg upprisa Aston Villa
Hugarburðarbolti GW 15 Mo Salah fékk rauða spjaldið !
banner
   fim 21. mars 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Viktor Unnar og Gylfi Þór Sigurðsson saman á æfingu.
Viktor Unnar og Gylfi Þór Sigurðsson saman á æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Unnar Illugason var á sínum tíma einn efnilegasti fótboltamaður Ísland en í dag er einn efnilegasti þjálfari landsins.

Viktor hefur starfað sem yngri flokka þjálfari hjá Breiðabliki undanfarin ár en var í vetur ráðinn til Vals. Þar stafar hann sem þjálfari 2. flokks og 4. flokks, en er einnig með puttana í meistaraflokknum.

Viktor Unnar settist niður með Baldvini Má Borgarssyni, fréttamanni Fótbolta.net, eftir leik Vals gegn ÍA í Lengjubikarnum í gær þar sem hann spjallaði um leikinn og sinn metnað í þjálfun.

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, í öllum hlaðvarpsveitum og á Spotify.

„Fyrir einhverjum fimm árum fer ég inn í 6. flokk hjá Breiðabliki og finn strax að þetta er eitthvað sem á við mig. Ég hafði mikla ástríðu fyrir þessu og vissi strax að þetta er eitthvað sem ég vildi gera," segir VIktor Unnar um þjálfunina.

Hann segist hafa viljað koma í Val til að læra af Arnari Grétarssyni, þjálfara liðsins.

„Hann er þaulreyndur þjálfari og mjög góður. Ég hef mikið álit á honum. Það sem seldi mig mest að koma hingað var að fá að læra af Adda og fá að vera yfir 2. flokknum," segir Viktor. „Það er þvílíkur draumur að fá að gera það."

Markmiðið fyrir framtíðina er að vera aðalþjálfari í meistaraflokki.

„Alveg klárlega. Ég ætla mér að vera meistaraflokksþjálfari í efstu deild. Kannski ekki á næstu einu eða tveimur árum. Mér liggur ekkert á. Ég er í góðum skóla hérna en markmiðið mitt er klárlega að vera aðalþjálfari í meistaraflokki í úrvalsdeild."
Athugasemdir
banner
banner