Dalvík/Reynir verður líkt og í fyrra í 2. deild kvenna í sumar. Það varð þjálfarabreyting hjá liðinu í vetur en Jóhann Már Kristinsson sagði starfi sínu lausu og Friðjón Árni Sigurvinsson var ráðinn og hóf störf í janúar. Friðjón lék á sínum tíma með Reyni Árskógsströnd. Hann eer með KSÍ B þjálfaragráðuna.
Í gær var svo tilkynnt að Dalvík/Reynir og Þór/KA væru komin í samstarf. Samstarfið verður í 2. og 3. flokki kvenna. Meistaraflokksliðin eru svo orðin venslalið.
Í gær var svo tilkynnt að Dalvík/Reynir og Þór/KA væru komin í samstarf. Samstarfið verður í 2. og 3. flokki kvenna. Meistaraflokksliðin eru svo orðin venslalið.
„Þetta gefur okkar stelpum enn meira tækifæri í að geta stundað knattspyrnu undir okkar merkjum án þess að hafa áhyggjur af því að hafa ekki nægan fjölda í lið í þessum flokkum eða fá ekki verkefni við hæfi. Þetta samstarf gefur líka ungum upprennandi leikmönnum úr Þór/KA möguleika á því að fá reynslu af meistaraflokksfótbolta og gera þær því enn betur í stakk búnar til að takast á við þau tækifæri sem þær fá vonandi síðar í meistaraflokki Þórs/KA," segir í frétt á heimasíðu Dalvíkur/Reynis í gær.
Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að þrjár stelpur úr Þór/KA væru komnar yfir í Dalvík/Reyni. Þær eru allar á 17. aldursári.
Þetta eru þær Erika Rakel Melsen, Inga Sóley Jónsdóttir og Marsibil Stefansdóttir. „Stelpurnar eru góð viðbót við liðið sem er að hefja sitt annað ár í deildarkeppni og spilar í 2.deild kvenna í sumar. Þó nokkrar breytingar hafa orðið á liðinu frá síðasta sumri og verður mjög spennandi að sjá hvernig þær koma undan vetri," sagði í tilkynningu Dalvíkur/Reynis.
Athugasemdir