Heimild: Vísir

Hákon Arnar Haraldsson leit ekkert frábærlega út í seinna marki Kósovó í gær, boltinn var tekinn af Hákoni og Kósovó skoraði strax í kjölfarið.
Hákon Arnar ræddi við Stöð2Sport eftir leik og var hann pirraður út í dómara leiksins að hafa ekki skoðað atvikið og dæmt brot á Kósovó.
Hákon Arnar ræddi við Stöð2Sport eftir leik og var hann pirraður út í dómara leiksins að hafa ekki skoðað atvikið og dæmt brot á Kósovó.
Lestu um leikinn: Kósovó 2 - 1 Ísland
Elvis Rexhbecaj notaði hendurnar mikið þegar hann ýtti Hákoni af boltanum og skoraði svo með góðu skoti fyrir utan teig, boltinn fór í gegnum klof Arons Einars Gunnarssonar, af stönginni á íslenska markinu og í netið.
Íslensku leikmennirnir motmæltu markinu og Logi Tómasson fékk gult spjald fyrir.
„Þeir byrja seinni mjög vel og svo gefum við mark, ég eiginlega. Mér finnst hann brjóta á mér. Ég sný og hann kemur ekki nálægt boltanum og svo rífur hann í mig á meðan ég er að snúa og ég get ekkert gert. Þreytt að þeir kíki ekki einu sinni á þetta, það var ekki hægt að tala við dómarann í dag. Lítið hægt að gera í þessu núna en mér fannst þetta vera brot," sagði Hákon í viðtali við Aron Guðmundsson.
Athugasemdir