
Frammistaða Íslands í 2-1 tapinu gegn Kósóvó var of kaflaskipt og erfitt að gefa einkunnir þar sem frammistaðan var sveiflukennd.
Hér má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net úr þessum fyrri leik liðanna en sá seinni verður á sunnudaginn í Murcia.
Hér má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net úr þessum fyrri leik liðanna en sá seinni verður á sunnudaginn í Murcia.
Hákon Rafn Valdimarsson – 6
Ekki við hann að sakast í mörkum Kósovó, átti slæmt úthlaup sem hefði getað endað illa en tók líka góðar vörslur í seinni hálfleiknum.
Guðlaugur Victor Pálsson – 5,5
Var með viljann að vopni en var eins og flestir leikmenn Íslands nokkuð kaflaskiptur.
Aron Einar Gunnarsson – 4,5
Kláraði 90 mínútur en var oft á tíðum ekki nægilega sannfærandi í sínum aðgerðum. Var of oft undir í baráttunni.
Sverrir Ingi Ingason – 6,5
Besti varnarmaður Íslands í leiknum og bjargaði frabærlega með tæklingu í lokin þegar Kosóvó hefði getað skorað þriðja mark sitt.
Mikael Egill Ellertsson – 5
Aðeins of rokkandi, líflegur í byrjun en svo dró af honum. Ekki nægilega stöðugur.
Ísak Bergmann Jóhannesson – 7
Líklega besti leikmaður Íslands í fyrri hálfleik og átti frábæra stoðsendingu í marki Íslands. Eins og allt liðið fann hann ekki taktinn eins vel þegar seinni hálfleikur fór af stað.
Hákon Arnar Haraldsson – 4,5
Heimamenn náðu að halda einu af okkar helstu vopnum í skefjum. Tapaði svo boltanum á dýrkeyptan hátt í aðdraganda sigurmarks Kósovó.
Logi Tómasson – 4,5
Átti í vandræðum með að finna taktinn og sendingarnar alls ekki að rata eins vel og í leikjunum sem hann lék í fyrra.
Albert Guðmundsson – 5,5
Átti nokkrar rispur en á heildina fengum við alls ekki nægilega mikið út úr einum af okkar besta manni
Orri Steinn Óskarsson – 7 (maður leiksins)
Afgreiddi færið sitt frábærlega í sínum fyrsta leik sem fyrirliði og skapaði alltaf usla þegar boltinn komst til hans.
Andri Lucas Guðjohnsen – 5,5
Reyndi og sýndi vinnusemi en kom ekki nægilega mikið úr því.
Varamenn sem fá einkunn
Arnór Ingvi Traustason – 5
Stefán Teitur Þórðarson – 6
Jón Dagur Þorsteinsson 6
Athugasemdir