Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
Arnar Gunnlaugs: Himinn og jörð eru ekki að farast
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
Logi: Fannst þetta vera brot og þess vegna hleyp ég að honum
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
   fim 20. mars 2025 22:37
Anton Freyr Jónsson
Logi: Fannst þetta vera brot og þess vegna hleyp ég að honum
Icelandair
Logi Tómasson í leiknum í kvöld
Logi Tómasson í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst þessi leikur kaflskiptur. Mér fannst fyrri hálfleikurinn nokkuð góður, við fengum margar góðar stöður á vellinum og náðum að opna þá alveg ágætlega í fyrri hálfleik en svo fannst mér kannski eftir að þeir skoruðu annað markið þá fannst mér við hætta að spila boltanum en margt jákvætt og margt sem er hægt að vinna í og við höldum áfram að gera það" sagði Logi Tómasson eftir tapið gegn Kosovó 2-1 út í Kosóvó.


Lestu um leikinn: Kósovó 2 -  1 Ísland

Arnar Gunnlaugsson stýrði sínum fyrsta leik með landsliðinu og var Logi Tómasson spurður hvort það væri eitthvað öðruvísi en hann er vanur. 

„Kannski bara að því ég er að spila vinstri bakvörð varnarlega og vinstri kanntinn sóknarlega og það er aðeins meiri hlaup en maður er í nógu góðu formi til þess að gera það og þetta hentar mér vel þar sem ég er í grunninn vængbakvörður sóknarlega, ég var smá þreyttur í lokinn og gula spjaldið spilaði kannski aðeins inn í."

Logi Tómasson fékk gult spjald fyrir að mótmæla öðru markinu sem Kosovó skoraði þegar brotið var á Hákoni Arnari í aðdraganda marksins. 

„Mér fannst hann rífa í treyjuna aftan frá, ég sá þetta mjög vel en ég er ekki dómari en mér fannst þetta vera brot persónulega og þess vegna hleyp ég að honum en ég náttúrulega á ekki að gera það."

Seinni leikurinn fer fram á Spáni á sunnudaginn og munurinn aðeins eitt mark og Logi telur möguleikana góða á að liðið nái að snúa þessu við. 

„Bara mjög góða. Við sýndum það í dag að við getum unnið þetta lið og við þurfum bara að fara aðeins betur yfir hlutina og síðan er gott að það verði þúsund Íslendingar á leiknum og maður mun heyra vel í þeim."

Síðari leikur liðanna fer fram á Spáni á sunnudaginn og hefst leikurinn klukkan 17:00 að Íslenskum tíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner