Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net annað kvöld
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
   fim 20. mars 2025 22:37
Anton Freyr Jónsson
Logi: Fannst þetta vera brot og þess vegna hleyp ég að honum
Icelandair
watermark Logi Tómasson í leiknum í kvöld
Logi Tómasson í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst þessi leikur kaflskiptur. Mér fannst fyrri hálfleikurinn nokkuð góður, við fengum margar góðar stöður á vellinum og náðum að opna þá alveg ágætlega í fyrri hálfleik en svo fannst mér kannski eftir að þeir skoruðu annað markið þá fannst mér við hætta að spila boltanum en margt jákvætt og margt sem er hægt að vinna í og við höldum áfram að gera það" sagði Logi Tómasson eftir tapið gegn Kosovó 2-1 út í Kosóvó.


Lestu um leikinn: Kósovó 2 -  1 Ísland

Arnar Gunnlaugsson stýrði sínum fyrsta leik með landsliðinu og var Logi Tómasson spurður hvort það væri eitthvað öðruvísi en hann er vanur. 

„Kannski bara að því ég er að spila vinstri bakvörð varnarlega og vinstri kanntinn sóknarlega og það er aðeins meiri hlaup en maður er í nógu góðu formi til þess að gera það og þetta hentar mér vel þar sem ég er í grunninn vængbakvörður sóknarlega, ég var smá þreyttur í lokinn og gula spjaldið spilaði kannski aðeins inn í."

Logi Tómasson fékk gult spjald fyrir að mótmæla öðru markinu sem Kosovó skoraði þegar brotið var á Hákoni Arnari í aðdraganda marksins. 

„Mér fannst hann rífa í treyjuna aftan frá, ég sá þetta mjög vel en ég er ekki dómari en mér fannst þetta vera brot persónulega og þess vegna hleyp ég að honum en ég náttúrulega á ekki að gera það."

Seinni leikurinn fer fram á Spáni á sunnudaginn og munurinn aðeins eitt mark og Logi telur möguleikana góða á að liðið nái að snúa þessu við. 

„Bara mjög góða. Við sýndum það í dag að við getum unnið þetta lið og við þurfum bara að fara aðeins betur yfir hlutina og síðan er gott að það verði þúsund Íslendingar á leiknum og maður mun heyra vel í þeim."

Síðari leikur liðanna fer fram á Spáni á sunnudaginn og hefst leikurinn klukkan 17:00 að Íslenskum tíma.


Athugasemdir
banner