Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   fös 21. mars 2025 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
HK fær unglingalandsliðskonu frá FH (Staðfest)
Mynd: HK
Rakel Eva Bjarnadóttir er gengin til liðs við Lengjudeildarlið HK að láni frá Bestu deildar liði FH. Rakel er 17 ára fjölhæfur leikmaður.

Hún er uppalin hjá FH og á tæplega 50 meistaraflokksleiki, flesta með ÍH, og hefur í þeim skorað ellefu mörk. Hún á þá að baki sex leiki fyrir yngri landsliðin og fjögur mörk.

Úr tilkynningu HK
Rakel er með góðan leikskilning og tækni, hún er örugg á boltann og með frábæran fót, en hún getur leyst allar stöður í varnarlínunni ásamt því að geta spilað á miðjunni.

„Það er virkilega ánægjulegt að Rakel ætli að taka slaginn með okkur í sumar. Hún hefur komið vel inn í hópinn og kemur klárlega til með að styrkja liðið mikið. Rakel er með gott auga fyrir spili og er yfirveguð á boltann, hún er tæknilega góð og les leikinn vel. Virkilega efnileg stelpa sem hefur alla burði til að ná mjög langt," sagði Pétur Rögnvaldsson, þjálfari HK, í tilkynningu HK.
Athugasemdir
banner
banner
banner