Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. apríl 2021 19:00
Brynjar Ingi Erluson
England: Son tryggði Tottenham sigur í fyrsta leik Mason
Heung-Min Son skoraði úr vítaspyrnu fyrir Tottenham
Heung-Min Son skoraði úr vítaspyrnu fyrir Tottenham
Mynd: Getty Images
Tottenham 2 - 1 Southampton
0-1 Danny Ings ('30 )
1-1 Gareth Bale ('60 )
2-1 Son Heung-Min ('90 , víti)

Tottenham Hotspur vann Southampton 2-1 í 33. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en Heung-Min Son skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu undir lokin.

Jose Mourinho var rekinn frá Tottenham fyrir tveimur dögum eftir arfaslakan árangur með liðið en hinn 29 ára gamli Ryan Mason stýrir liðinu út tímabilið.

Tottenham var heppið að lenda ekki undir snemma leiks en Hugo Lloris varði meistaralega í tvígang. Danny Ings kom þó Southampton yfir á 30. mínútu. Hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu frá James Ward-Prowse. Fyllilega verðskuldað.

Ekki besta byrjunin hjá Mason og hans mönnum í fyrri hálfleik en Tottenham tókst þó að koma til baka í þeim síðari. Það var velski snillingurinn Gareth Bale sem jafnaði metin á 60. mínútu.

Lucas Moura reyndi skot á markið sem leikmenn Southampton komust fyrir en Bale var mættur til að nýta frákastið og skora framhjá Alex McCarthy í markinu. Fyrsta skot Tottenham á markið í leiknum.

Fimmtán mínútum síðar kom Heung-Min Son boltanum í netið með laglegu skoti en markið var dæmt af þar sem Lucas Moura var rangstæður í aðdragandanum.

Son tókst þó að skora undir lokin úr vítaspyrnu. Moussa Djenepo braut á Harry Winks og vítaspyrna dæmd. Son skoraði örugglega úr spyrnunni.

Sigur í fyrsta leik hjá Mason og fyrsti deildarsigur Tottenham síðan 21. mars. Tottenham er í 6. sæti deildarinnar með 53 stig og lifir Meistaradeildardraumurinn þeirra enn. Southampton er í 14. sæti með 36 stig.
Athugasemdir
banner
banner