Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   mið 21. apríl 2021 14:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Orri Sveinn Segatta (Fylkir)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði með andlegan stuðning og aðra eiginleika...
Daði með andlegan stuðning og aðra eiginleika...
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Börkur má koma heim í 110
Börkur má koma heim í 110
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór með tónlistina á hreinu
Arnór með tónlistina á hreinu
Mynd: Haukur Gunnarsson
Redmond nennti ollara frá Orra lítið
Redmond nennti ollara frá Orra lítið
Mynd: Getty Images
Nikulás heldur öllum jarðbundnum
Nikulás heldur öllum jarðbundnum
Mynd: Haukur Gunnarsson
Orri Sveinn er miðvörður sem uppalinn er hjá Fylki en lék þó einnig með Víkingi Reykjavík í yngri flokkunum. Hann hefur spilað með Elliða, Hugin og Fylki á sínum meistaraflokksferli.

Hann lék á sínum tíma níu unglingalandsleiki og á að baki 116 leiki og ellefu mörk í keppnisleikjum í meistaraflokki. Í fyrra skoraði hann þrjú mörk í sextán leikjum þegar Fylkir endaði í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Orri Sveinn Stefánsson

Gælunafn: Segatta, Seköttur, Skorri

Aldur: 25 ára

Hjúskaparstaða: Í sambúð

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2014

Uppáhalds drykkur: Kaffi, svart og sykurlaust.

Uppáhalds matsölustaður: Verð að gefa WOK ON þetta

Hvernig bíl áttu: Renault Clio

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The Office, Parks and Rec, Breaking Bad, Last Chance U.

Uppáhalds tónlistarmaður: Red Hot Chilli Peppers og Kings of Leon.

Uppáhalds hlaðvarp: Steve Dagskrá bræður eru geggjað duo.

Fyndnasti Íslendingurinn: Sveppi krull.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, bláber og snickers.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “hringdu pungur”

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Er ólíklegur með KR.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Verð að gefa James Ward-Prowse og Tammy Abraham þetta.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Er mjög heppinn með þjálfara í augnablikinu, Atla og Óla. Svo Binni Skúla þegar hann var með mig í Hugin.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Enginn sérstakur en Ragnar Bragi er einstaklega óþolandi ef hann vinnur á æfingum.

Sætasti sigurinn: 2-1 sigur á móti ÍR í lokaleik Inkasso 2017, smurði hann á pönnuna á Emil Ásmunds og við tryggðum okkur titilinn. 2-1 sigurinn á móti KR í Frostaskjóli í fyrra var líka sætur.

Mestu vonbrigðin: Fá ekki að klára Íslandsmótið í fyrra alveg klárlega.

Uppáhalds lið í enska: Liverpool, en fylgist aðallega með þýska boltanum þessa dagana.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Fengi Ásgeir Börk aftur í 110.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Andri Fannar Baldursson ekki spurning.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Halldór Jón Sigurður Þórðarson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Daði Ólafsson

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Ronaldinho

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Arnór Gauti Ragnarsson og Ásgeir Eyþórs skuldlaust.

Uppáhalds staður á Íslandi: Klefinn niðrí Fylki og sófinn heima.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ollaði Nathan Redmond og hann kallaði mig “U f!ckin twat”. Fannst það fyndið.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei, ekki nema að fá mér kaffibolla fyrir upphitun.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Formúlunni af mikilli ástríðu og NFL.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Tiempo en það er breytilegt.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Hræðilegur í stafsetninngu.

Vandræðalegasta augnablik:

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Daði Ólafsson fyrir andlegan stuðning, Arnór Borg Gudjohnsen til að sjá um tónlistina og stemninguna og Nikulás Val Gunnarsson til að halda öllum jarðtengdum. Teymi sem gæti breytt leiknum.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er víst ¼ Ítali.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Unnar Steinn, lítur út fyrir að vera algjör fáviti en er þvílíkur topp gæi.

Hverju laugstu síðast: “Kominn eftir 5 mín” er klassík.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Væri til í að fá alltaf svar við spurningunni “hvað viltu í kvöldmat?”
Athugasemdir
banner
banner
banner