Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. apríl 2021 17:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sara Björk og Árni eiga von á sínu fyrsta barni
Sara er landsliðsfyrirliði.
Sara er landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði íslands, er ólétt. Hún greinir frá þessu á samfélagsmiðlum.

Hún og Árni Vilhjálmsson, sóknarmaður Breiðablik, eiga von á sínu fyrsta barni saman.

„Jæja lítur út fyrir að við verðum þrjú í nóvember. Það sem við hlökkum til," skrifar Sara við mynd á samfélagsmiðlum.

Hin þrítuga Sara Björk er farsælasta fótboltakona sem Ísland hefur átt. Hún er uppalin í Haukum en spilaði einnig með Breiðablik hér á landi. Hún spilaði með Rosengård í Svíþjóð og Wolfsburg í Þýskalandi áður en hún gekk í raðir franska stórliðsins Lyon á síðasta ári.

Á sínu fyrsta tímabili með Lyon varð Sara Evrópumeistari þar sem hún skoraði í úrslitaleiknum gegn sínu fyrrum félagi, Wolfsburg.

Það er Evrópumót á næsta ári og er Ísland á meðal þáttökuþjóða. Sara er mikilvægasti leikmaður íslenska liðsins en mótið fer fram 6. til 31. júlí 2022.

Árni er 26 ára en hann gekk nýlega aftur í raðir Breiðablik eftir að hafa verið í atvinnumennsku í Noregi, Svíþjóð, Póllandi og Úkraínu í sex ár.

Fótbolti.net óskar þeim innilega til hamingju!


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner