Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. apríl 2021 08:49
Magnús Már Einarsson
Tottenham ræðir við Marcelino - Nagelsmann efstur á lista?
Marcelino.
Marcelino.
Mynd: Getty Images
Daniel Levy, formaður Tottenham, er byrjaður að skoða stjóra sem gætu tekið við liðinu í sumar eftir að Jose Mourinho var rekinn í vikunni.

Ryan Mason mun stýra Tottenham út tímabilið áður en nýr stjóri tekur við.

The Athletic segir að Tottenham hafi þegar haft samband við umboðsmenn Marcelino sem þjálfar Athletic Bilbao á Spáni.

Samkvæmt sömu frétt er Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig, þó efstur á óskalista Tottenham en erfitt gæti reynst að krækja í hann. Hinn 33 ára gamli Nagelsmann hefur verið sterklega orðaður við Bayern Munchen.

Max Allegri, fyrrum þjálfari Juventus, Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins og Ralf Rangnick hafa einnig verið nefndir til sögunnar en það ætti að skýrast betur á næstu vikum hver tekur við keflinu.

Athugasemdir
banner
banner