Harry Maguire miðvörður Manchester United viðurkenndi eftir sigur liðsins gegn Coventry í undanúrslitum enska bikarsins í kvöld að hann sé enn að berjast við meiðsli.
Þessi 31 árs gamli Englendingur er einni miðvörðurinn í hópnum sem er ekki á meiðslalistanum en hann greindi frá því eftir leikinn að hann sé ekki búinn að vera heill heilsu undanfarið.
„Ég hef alltaf sett félagið í fyrsta sæti. Ég hef ekki æft mikið í þessari viku," sagði Maguire.
Maguire hefur verið að berjast við meiðsli á þessari leiktíð en hann missti af leik United gegn Liverpool þann 17. desember og var fjarverandi í rúman mánuð. Þá var hann einnig á meiðslalistanum í byrjun mars.
Hann skoraði annað mark liðsins í 3-3 jafntefli gegn Coventry í dag en United er komið í úrslit eftir sigur í vítaspyrnukeppni.