Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   sun 21. apríl 2024 17:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þú hefur daginn í dag til að fara heim að grenja svo áfram gakk"
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

KA hefur aðeins fengið eitt stig út úr fyrstu þremur leikjunum í deildinni sem hafa allir farið fram á heimavelli. Liðið tapaði gegn nýliðum Vestra í dag. Fótbolti.net ræddi við Ívar Örn Árnason varnarmann liðsins eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 0 -  1 Vestri

„Ég er drullu pirraður, helst út í okkur sjálfa, mér fannst við ekki spila vel í dag. Það er hægt að kenna miklum vind og aðstæðum eitthvað um en það breytir því ekki að mér fannst menn ekki vera tilbúnir í dag og áttum ekkert skilið að fá út úr þessum leik," sagði Ívar Örn.

„Mér fannst við verjast mjög vel. Eitt svona lúðamark segir ekkert til um það hvernig varnarleikurinn okkar var, hann var til fyrirmyndar. Svona er bara fótboltinn, þetta er fyrst og síðast heppni. Hún virkar á báða vegu og þetta hlítur á endanum að jafnast út og þetta fari að detta okkar megin."

KA fór alla leið í úrslit Mjólkurbikarsins á síðustu leiktíð en næsti leikur liðsins er gegn ÍR í bikarnum. Liðið ætlar sér að gera góða hluti í bikarnum í ár.

„Þetta er auðvitað áhyggjuefni. Við höfðum klárlega hugsað okkur að vera með fleiri stig en eitt eftir þrjár umferðir. Næst er það bikarleikur og við ætlum að halda áfram að fara langt í honum. Það verður sett full áhersla á ÍR í miðri viku, það er ekkert hægt að vorkenna sjálfum sér lengi frameftir viku. Þú hefur daginn í dag til að fara heim og grenja svo áfram gakk," sagði Ívar Örn.


Athugasemdir
banner
banner