Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
Óli Kristjáns: Væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira
Gunnar um þriðja markið: Það drap okkur
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
   sun 21. apríl 2024 17:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þú hefur daginn í dag til að fara heim að grenja svo áfram gakk"
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

KA hefur aðeins fengið eitt stig út úr fyrstu þremur leikjunum í deildinni sem hafa allir farið fram á heimavelli. Liðið tapaði gegn nýliðum Vestra í dag. Fótbolti.net ræddi við Ívar Örn Árnason varnarmann liðsins eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 0 -  1 Vestri

„Ég er drullu pirraður, helst út í okkur sjálfa, mér fannst við ekki spila vel í dag. Það er hægt að kenna miklum vind og aðstæðum eitthvað um en það breytir því ekki að mér fannst menn ekki vera tilbúnir í dag og áttum ekkert skilið að fá út úr þessum leik," sagði Ívar Örn.

„Mér fannst við verjast mjög vel. Eitt svona lúðamark segir ekkert til um það hvernig varnarleikurinn okkar var, hann var til fyrirmyndar. Svona er bara fótboltinn, þetta er fyrst og síðast heppni. Hún virkar á báða vegu og þetta hlítur á endanum að jafnast út og þetta fari að detta okkar megin."

KA fór alla leið í úrslit Mjólkurbikarsins á síðustu leiktíð en næsti leikur liðsins er gegn ÍR í bikarnum. Liðið ætlar sér að gera góða hluti í bikarnum í ár.

„Þetta er auðvitað áhyggjuefni. Við höfðum klárlega hugsað okkur að vera með fleiri stig en eitt eftir þrjár umferðir. Næst er það bikarleikur og við ætlum að halda áfram að fara langt í honum. Það verður sett full áhersla á ÍR í miðri viku, það er ekkert hægt að vorkenna sjálfum sér lengi frameftir viku. Þú hefur daginn í dag til að fara heim og grenja svo áfram gakk," sagði Ívar Örn.


Athugasemdir
banner
banner
banner