Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   sun 21. apríl 2024 17:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þú hefur daginn í dag til að fara heim að grenja svo áfram gakk"
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

KA hefur aðeins fengið eitt stig út úr fyrstu þremur leikjunum í deildinni sem hafa allir farið fram á heimavelli. Liðið tapaði gegn nýliðum Vestra í dag. Fótbolti.net ræddi við Ívar Örn Árnason varnarmann liðsins eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 0 -  1 Vestri

„Ég er drullu pirraður, helst út í okkur sjálfa, mér fannst við ekki spila vel í dag. Það er hægt að kenna miklum vind og aðstæðum eitthvað um en það breytir því ekki að mér fannst menn ekki vera tilbúnir í dag og áttum ekkert skilið að fá út úr þessum leik," sagði Ívar Örn.

„Mér fannst við verjast mjög vel. Eitt svona lúðamark segir ekkert til um það hvernig varnarleikurinn okkar var, hann var til fyrirmyndar. Svona er bara fótboltinn, þetta er fyrst og síðast heppni. Hún virkar á báða vegu og þetta hlítur á endanum að jafnast út og þetta fari að detta okkar megin."

KA fór alla leið í úrslit Mjólkurbikarsins á síðustu leiktíð en næsti leikur liðsins er gegn ÍR í bikarnum. Liðið ætlar sér að gera góða hluti í bikarnum í ár.

„Þetta er auðvitað áhyggjuefni. Við höfðum klárlega hugsað okkur að vera með fleiri stig en eitt eftir þrjár umferðir. Næst er það bikarleikur og við ætlum að halda áfram að fara langt í honum. Það verður sett full áhersla á ÍR í miðri viku, það er ekkert hægt að vorkenna sjálfum sér lengi frameftir viku. Þú hefur daginn í dag til að fara heim og grenja svo áfram gakk," sagði Ívar Örn.


Athugasemdir
banner
banner