fim 21. maí 2020 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bruce: Væri gaman að sjá þetta gerast og vera hluti af þessu
Bruce hefur mikla trú á sjálfum sér.
Bruce hefur mikla trú á sjálfum sér.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnustjórinn Steve Bruce hefur í fyrsta sinn tjáð sig um möguleg eigendaskipti hjá Newcastle.

Eigendaskipti hafa verið í uppsiglingu hjá Newcastle síðustu vikur, en fjárfestar frá Sádi-Arabíu eru að koma með mikið fjármagn inn í félagið. Talið er að þeir vilji ráða Mauricio Pochettino í stað Bruce, sem er á sínu fyrsta tímabili.

Bruce vonast til þess að vera áfram hluti af Newcastle ef að eigendaskiptin ganga í gegn.

„Ef þetta er gott fyrir Newcastle, og ef að félagið ætlar að reyna að berjast við þau bestu, þá væri frábært að vera hluti af því. Það væri mjög gaman að sjá þetta gerast og væri mjög gaman að vera hluti af þessu," sagði Bruce við Sky Sports.

Bruce segist hafa mikla trú á sjálfum sér. „Ég vona að þetta gerist, en á meðan bretti ég upp ermar og reyni að leiða félagið áfram."

Newcastle er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en lið deildarinnar eru byrjuð aftur að æfa eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins.
Athugasemdir
banner
banner
banner