Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   fim 21. maí 2020 22:59
Brynjar Ingi Erluson
Varnarmaður Lille vill fara til Napoli
Ítalska félagið Napoli er í bílstjórasætinu um brasilíska varnarmanninn Gabriel Mahalhaes en hann er á mála hjá franska félaginu Lille. Þetta kemur fram í France Football.

Gabriel, sem er 22 ára gamall miðvörður, hefur spilað með Lille í Frakklandi en hann spilaði 34 leiki og skoraði 1 mark á tímabilinu.

Everton og Napoli hafa verið að berjast um Gabriel en leikmaðurinn vill frekar fara til Napoli eftir að Gennaro Ivan Gattuso, þjálfari liðsins, hringdi í hann og sannfærði hann um að koma.

Kalidou Koulibaly verður að öllum líkindum seldur í sumar og er Gabriel ætlað að leysa hlutverk hans.

Gabriel er samningsbundinn Lille til 2023 en talið er að Lille sé tilbúið að selja hann fyrir 30 milljónir evra.
Athugasemdir