Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 21. maí 2022 20:11
Brynjar Ingi Erluson
La Liga ætlar í mál við PSG - „Árás á efnahag fótboltans"
Kylian Mbappe verður langlaunahæsti leikmaður heims
Kylian Mbappe verður langlaunahæsti leikmaður heims
Mynd: EPA
Javier Tebas, forseti La Liga
Javier Tebas, forseti La Liga
Mynd: EPA
Spænska deildin, La Liga, ætlar að höfða mál gegn franska félaginu Paris Saint-Germain, eftir að það tilkynnti um framlengingu franska sóknarmannsins Kylian Mbappe í kvöld.

Mbappe skrifaði undir þriggja ára samning við PSG en kostnaðurinn við þessa framlengingu er gríðarlegur.

Talið er að hann fái 100 milljónir evra í árslaun eftir skatt og þá fær hann 300 milljónir evra í undirskriftabónus. Mbappe mun fá meiri völd hjá félaginu og hefur mikið að segja um hvaða leikmenn koma inn, hver þjálfar liðið og hver tekur við sem yfirmaður knattspyrnumála.

Mbappe hafnaði spænska félaginu Real Madrid til að vera áfram hjá PSG en þetta gæti haft veruleg áhrif á efnahag fótboltans. La Liga ætlar í mál við PSG.

„La Liga vill koma því á framfæri að svona samkomulag er árás á stöðugleika efnahagsins í Evrópuboltanum og setur hundruði þúsunda starfa og heilindi íþróttarinnar í hættu. Ekki bara í Evrópukeppnum heldur líka í deildarkeppnum," var skrifað í yfirlýsingu deildarinnar í kvöld.

„Það er algjör skandall að félag eins og PSG, sem skilaði 220 milljón evra tapi á síðasta ári, eftir að hafa tapað meira en 700 milljónum evra árunum áður og með hóp sem kostar félagið 650 milljónir evra á þessu tímabili, geti klárað svona samkomulag á meðan þau félög sem hefðu getað gengið frá samkomulagi við hann án þess að það hefði áhrif á launakostnað þeirra og geta nú ekki samið við hann."

„La Liga mun leggja fram kvörtun gegn PSG til UEFA, frönsku stjórnsýslunnar og ríkisfjármálastofnun auk yfirvalda Evrópubandalagsins til þess að verja efnahag evrópska fótboltans og sjábærni þess,"
segir í yfirlýsingunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner