Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. maí 2022 19:10
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe áfram hjá PSG (Staðfest) - „Sagan verður skrifuð hér"
Kylian Mbappe
Kylian Mbappe
Mynd: EPA
Franska félagið Paris Saint-Germain hefur staðfest þær fregnir að Kylian Mbappe verði áfram hjá félaginu. Hann hafnaði Real Madrid og fær í staðinn meiri völd innan franska félagsins.

Samningur Mbappe átti að renna út í lok júní en hann hefur verið að skoða tilboð frá bæði PSG og Real Madrid.

Allan tímann hefur það litið út fyrir að hann myndi fara til Spánar, eða svona alveg fram að föstudegi er PSG bauð honum ótrúlegustu hlutu til að halda honum.

Franska félagið lagði allt í að halda honum. Það hefur verið rætt að hann fái 300 milljónir evra í undskriftabónus ofan á þær 100 milljónir evra sem hann mun þéna árlega.

Samningur hans við PSG verður til þriggja ára en hann mun þar að auki fá að ráða hver tekur við sem yfirmaður knattspyrnumála og mun einnig eiga þátt í að velja næsta þjálfara og koma að leikmannakaupum.

PSG staðfesti tíðindin fyrir lokaleik liðsins í frönsku deildinni í kvöld og er nú loksins orðið ljóst hvað Mbappe gerir. Hann verður áfram í Frakklandi og þessi saga á enda.


Athugasemdir
banner
banner