Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 21. maí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Bróðir Mbappe verður liðsfélagi Hákonar
Ethan Mbappe ætlar ekki með Kylian til Real Madrid
Ethan Mbappe ætlar ekki með Kylian til Real Madrid
Mynd: Getty Images
Ethan Mbappe, bróðir Kylian, er að ganga í raðir Lille í Frakklandi en þetta segja franskir fjölmiðlar.

Ethan er 17 ára gamall miðjumaður sem hefur komið við sögu í fimm leikjum með aðalliði Paris Saint-Germain á tímabilinu.

Bróðir hans mun að öllum líkindum ganga í raðir Real Madrid á næstu vikum en það stóð Ethan til boða að fara með honum og spila fyrir varalið Madrídinga.

Samkvæmt frönskum miðlum hefur Ethan ákveðið að hafna því boði, en hann vill skapa sér sinn eigin feril og ekki áreiða sig of mikið á frægð og frama bróður síns.

Frönsku miðlarnir segja Ethan á leið til Lille en hann mun gangast undir læknisskoðun á næstu dögum.

Þar hittir hann íslenska landsliðsmanninn Hákon Arnar Haraldsson, en þeir munu spila saman í Evrópudeildinni á næsta ári eftir að hafa rétt misst af Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner