Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. júní 2019 16:45
Elvar Geir Magnússon
Carrasco bannað að æfa í Kína - Kemur tilboð frá Arsenal?
Carrasco í landsleik með Belgíu gegn Íslandi.
Carrasco í landsleik með Belgíu gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vonir Arsenal um að fá Yannick Carrasco hafa aukist en samband hans við núverandi félag er alls ekki gott. Arsenal hefur lengi fylgst með þessum 25 ára belgíska vængmanni.

Hann yfirgaf Atletico Madrid og gekk í raðir Dalian Yifang í Kína en hefur ekki fundið sig í landinu.

Hann mætti of seint til baka úr landsliðsverkefni og er kominn í frystikistuna. Honum hefur verið bannað að æfa með Dalian Yifang.

Í yfirlýsingu frá félaginu er sagt að mikil áhersla sé lögð á aga og að enginn einstaklingur sé framar liðinu.

Talið er að Carrasco kosti um 30 milljónir punda en Arsenal er aðeins með samtals 45 milljónir punda í leikmannakaup fyrir sumarið.

Carrasco hefur verið umdeildur í Kína en liðsfélagi hans lét hann heyra það á samfélagsmiðli og sagði hann aðeins hugsa um sjálfan sig. Hann sagði að Carrasco hefði neikvæð áhrif á liðsandann.
Athugasemdir
banner