Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
   fös 21. júní 2019 23:01
Helga Katrín Jónsdóttir
Páll Árnason: 50/50 leikur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miklum baráttuleik Fjölnis og Grindavíkur í Inkasso-deild kvenna lauk með markalausu jafntefli á Extra-vellinum í Grafarvogi í kvöld.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  0 Grindavík

Páll þjálfari Fjölnis var ekkert sérstaklega sáttur og hefði viljað vinna leikinn.

"Þetta var hörkuleikur. Við fengum færi og þær fengu færi. Leiðinlegt að ná ekki að klára leikinn. Mér fannst við vera miklu betri í fyrri hálfleik og svo var þetta 50/50 í seinni hálfleik"

Páll virtist gríðarlega ánægður með að halda hreinu en það hefur verið vandamál í sumar
"Fyrir utan Tindastóls leikinn, þá höfum við verið fínar varnarlega. Bara klaufar að fá okkur þessi mörk. Alltaf hægt að byggja upp á að halda hreinu, nú þurfum við bara að fara að skora mörk!"

Fjölnir spilar næst við ÍR og segir Páll að mikilvægt sé að byggja á þessum leik
"Höldum áfram að vinna í því sem við höfum verið að gera, halda hreinu og allavega skora eitt mark og þá vonandi kemur fyrsti sigur sumarsins á miðvikudag".

Aðspurður út í spilamennsku síns liðs það sem af er sumri segist hann nokkuð sáttur fyrir utan Tindastóls leikinn sem hafi verið algjör hörmung.
"Hinir leikirnir hafa verið fínir en það vantar herslumuninn hjá okkur"
Athugasemdir