Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mán 21. júní 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Copa America í dag - Tveir hörkuleikir
Það eru tveir leikir á dagskrá á Copa America í kvöld, í Suður-Ameríkubikarnum.

Klukkan 21:00 mætast Úrúgvæ og Síle í áhugaverðum slag. Þetta eru tvær þjóðir sem eru svona saman í dálknum fyrir neðan bestu fótboltaþjóðirnar í álfunni, Argentínu og Brasilíu. Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta fer.

Á miðnætti mætast svo Kólumbía og Perú í B-riðlinum, en báðir leikirnir eru sýndir í beinni á Viaplay.

Það er leikið í tveimur fimm liða riðlum og komast fjögur efstu liðin áfram í átta-liða úrslit.

mánudagur 21. júní

COPA AMERICA: Group A
21:00 Úrúgvæ - Síle

COPA AMERICA: Group B
00:00 Kólumbía - Perú
Athugasemdir
banner