Riðlakeppnin á Evrópumótinu fer senn að klárast en í dag klárast B- og C-riðlarnir.
Í B-riðli er Belgía komin áfram með sex stig. Þeir mæta Finnum, sem eru með þrjú stig í dag. Rússar eru einnig með þrjú stig en þeir mæta Dönum sem eru án stiga. Það gæti mögulega endað þannig að það verði þrjú lið með þrjú stig í þessum riðli í kvöld þegar flautað verður til leiksloka.
Áður en B-riðillinn verður spilaður, þá verður spilað í C-riðli þar sem Hollendingar eru komnir með fullt hús stiga. Þeir mæta Norður-Makedóníu sem er án stiga. Úkraína og Austurríki mætast þá í baráttunni um annað sætið, en bæði þessi lið eru með þrjú stig.
Hægt er að skoða alla leiki dagsins hér að neðan.
mánudagur 21. júní
EURO-2020: Group B
19:00 Rússland - Danmörk
19:00 Finnland - Belgía
EURO-2020: Group C
16:00 Úkraína - Austurríki
16:00 Norður Makedónía - Holland
Athugasemdir