þri 21. júní 2022 15:56
Elvar Geir Magnússon
„Fyrsta blaðsíðan í nýjum kafla hjá stórveldinu"
Pétur Ormslev sendir boltann á Gumma Torfa.
Pétur Ormslev sendir boltann á Gumma Torfa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var bros á vörum margra Framara í gær þegar karlalið Fram lék sinn fyrsta leik á nýjum heimavelli félagsins í Úlfarsárdal. Það hefur verið löng bið hjá Frömurum eftir nýju félagssvæði.

Fram og ÍBV gerðu 3-3 jafntefli en fyrir þennan opnunarleik tóku tvær goðsagnir í sögu Fram; Pétur Ormslev og Guðmundur Torfarson, formlega upphafsspyrnu vallarins.

„Hjartað tók alveg aukakipp við það, ekki spurning," sagði Jón Sveinsson, þjálfari og fyrrum fyrirliði Fram, eftir leikinn.

„Frábær aðstaða og glæsilegur völlur, heimili og hús. Umhverfið er svo með því betra sem gerist."

„Þetta var fyrsta blaðsíðan í nýjum kafla hjá stórveldinu á nýjum stað. Við ætlum að halda áfram að skrifa söguna og koma okkur aftur á þann stað sem við viljum vera."

Sjá einnig:
Myndaveisla frá leiknum

Fram náði ekki óskaúrslitunum í þessum vígsluleik sem þó verður lengi í minnum hafður hjá heimamönnum. Það var vel mætt á leikinn og margir mættir til að vera viðstaddir þetta kvöld.
Nonni Sveins: Þá er þetta línuvörður en ekki aðstoðardómari
Athugasemdir
banner
banner