„Þetta var frábær leikur og við misstum ekki trúna," sagði Hildur Anna Birgisdóttir leikmaður Þór/KA eftir sigur á Fylki í kvöld.
Lestu um leikinn: Þór/KA 3 - 1 Fylkir
„Alltaf gaman að skora og sérstaklega fyrir félagið. Mig hefur alltaf langað að spila fyrir Þór/KA og er búin að gera mitt besta til að koma mér inn í þetta lið," sagði Hildur Anna.
Hún er staðráðin í að bæta við fleiri mörkum í safnið og er spennt fyrir næsta leik sem verður stórleikur gegn Val á Akureyri næstkomandi þriðjudag.
„Það er erfitt og stórt verkefni framundan og við þurfum að nýta alla orkuna í að hvíla okkur og gefa svo allt í næsta leik," sagði Hildur Anna.
Athugasemdir