Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fös 21. júní 2024 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Leiðinlegt ferðalag"
Arnar Grétarsson þjálfari Vals.
Arnar Grétarsson þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brdaric lék sem framherji á sínum ferli. Hann lauk ferlinum árið 2008, var í fjögur ár hjá Hannover. Á ferlinum skoraði hann 102 m0rk í 342 leikjum.
Brdaric lék sem framherji á sínum ferli. Hann lauk ferlinum árið 2008, var í fjögur ár hjá Hannover. Á ferlinum skoraði hann 102 m0rk í 342 leikjum.
Mynd: EPA
Valur mætir albanska liðinu KF Vllaznia í 1. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Sigurvegarinn í því einvígi mætir svo skoska liðinu St. Mirren í 2. umferð.

Fyrri leikurinn gegn albanska liðinu fer fram á N1 vellinum og seinni leikurinn fer fram úti í Albaníu. Valur spilar heima 11. júlí og úti viku síðar. Vllaznia var þægilegasti andstæðingurinn sem Valur gat fengið í drættinum ef horft er í fjölda Evrópustiga hjá liðinu. Valur gat mætt nokkrum liðum en af þeim var Vllaznia með fæstu stigin.

Fyrrum landsliðsmaður Þýskalands, Thomas Brdaric, er þjálfari liðsins. Hann lék átta leiki fyrir Þýskaland á árunum 2002-2005. Hann lék allan sinn feril í Þýskalandi og lengst af með Leverkusen. Hann er á sínu öðru skeiði hjá Vllaznia því hann var einnig þjálfari liðsins á árunum 2020-2022. Hann sneri aftur á þessu ári eftir að hafa verið hjá Al-Arabi í Kúveit.

Vllaznia varð síðast albanskur meistari árið 2001, liðið endaði í 4. sæti deildarinnar á síðasta tímabili. Liðið er að taka þátt í Evrópukeppni fjórða tímabilið í röð.

Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var spurður út í dráttinn í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn gegn Víkingi á þriðjudag.

„Ég hefði kannski viljað fá eitthvað annað, leiðinlegt ferðalag. Þetta er bara það verkefni sem við erum með, verður alvöru verkefni. Við þurfum að reyna klára það. Ég held að við eigum að geta farið í gegnum þetta lið. En þetta verður verðugt verkefni," sagði Arnar.

Valsmenn þurfa að fara í langt flug. Vllaznia spilar í Shköder sem er í um tveggja og hálfs tíma akstursfjarlægð frá höfuðborginni Tirana.
Athugasemdir
banner