Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
banner
   fös 21. júní 2024 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Olise búinn að velja FC Bayern
Mynd: Getty Images
The Athletic greinir frá því að franski kantmaðurinn Michael Olise sé búinn að velja FC Bayern München sem næsta áfangastað á fótboltaferli sínum.

Olise er gríðarlega eftirsóttur þar sem Newcastle United, Chelsea og Manchester United höfðu öll áhuga á honum, auk núverandi félags hans Crystal Palace sem bauð honum verulega endurbættan samning í tilraun til að halda honum innan félagsins.

Olise er 22 ára gamall og á þrjú ár eftir af samningi sínum við Palace. Nú hefjast viðræður á milli félaganna um kaupverð, en Palace mun ekki selja þennan öfluga leikmann á afsláttarverði.

Olise kom að 16 mörkum í 19 leikjum á síðustu leiktíð, en hann missti af stærsta parti tímabilsins vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner