Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   sun 21. júlí 2019 11:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sagði Rodrygo að reyna og gerði hann gott betur en það
Brasilíska ungstirnið Rodrygo Goes skoraði fyrir Real Madrid þegar liðið tapaði 3-1 gegn Bayern München í æfingaleik síðastliðna nótt.

Rodrygo er aðeins 18 ára gamall, en þykir mikið efni. Hann kom til Real í sumar og borgaði spænska stórveldið fyrir hann 45 milljónir evra. Hann lék áður með Santos í heimalandinu.

Markið gegn Bayern skoraði Rodrygo beint úr aukaspyrnu. Hann hafði nokkrum mínútum áður fiskað markvörðinn Sven Ulreich af velli með rautt spjald. Rodrygo féll þá við enga snertingu.

Niklas Sule, varnarmaður Bayern München, ákvað að ögra Rodrygo áður en hann tók aukaspyrnuna. „Reyndu!" virðist Sule segja áður en Rodrygo smellir boltanum í netið.

Leit ekkert rosalega vel út fyrir Sule en markið má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner