Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. júlí 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Greenwood segir leikmann Fulham erfiðasta andstæðinginn
Fagnar markinu á Old Trafford.
Fagnar markinu á Old Trafford.
Mynd: EPA
Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, var spurður af stuðningsmanni hver væri erfiðasti andstæðingur sem hann hefði mætt á ferlinum.

Svar Greenwood var ansi óvænt en hann nefndi leikmann Joe Bryan, leikmann Fulham.

„Þetta gæti komið aðeins á óvart en veistu hver Bryan er hjá Fulham? Hann gaf mér ekkert pláss, engan tíma á boltanum hvorki þegar við spiluðum heima né úti. Það voru tveir af erfiðustu leikjunum okkar," sagði Greenwood.

„Hann er kannski nafn sem þú bjóst ekki við að ég myndi segja en hann náði að vera mjög nálægt og er góður varnarmaður. Það var sennilega erfiðasta áskorunin (að mæta honum)."

Bryan er 27 ára bakvörður Fulham og skoraði jöfnunarmark Fulham í leiknum gegn United á Old Trafford í maí.
Athugasemdir
banner